Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuhússins, ræddi um heilbrigðismál við Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra og oddvita Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, um heilbrigðismál í nýjasta samtalsþætti Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) fyrir kosningar.
Sjúklingar þurfa að reiða fram rúma milljón króna til að komast í bakaðgerð hjá einkaaðilum segir Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu . Hún segir biðlistann hjá Landspítalanum vera langan og þess vegna hafi Læknastöðin meðal annars farið af stað að bjóða upp á bakaðgerðir.