Sameina krafta fyrir betri þjónustu

Kristján Jón Jónatansson, framkvæmdastjóri Klínikunnar, Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúlkratr…
Kristján Jón Jónatansson, framkvæmdastjóri Klínikunnar, Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúlkratrygginga, Alma D. Möller heilbrigðisráðherra, Hannes Sigurjónsson, læknir hjá Læknahúsinu DEA Medica og Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Stoðkerfis.

Í dag var formlega undirritaður samningur milli Sjúkratrygginga Íslands annars vegar og Læknastöðvarinnar Orkuhúsinu og Læknahússins Dea Medica hins vegar.

Það er nýmæli að tvö sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki taki höndum saman og geri sameiginlegan samning við Sjúkratryggingar. Fyrirtækin styrkja hvort annað í gæðamálum og þjónustu við sjúklinga.

Hjá Orkuhúsinu verða framkvæmdar hryggja- og liðskiptaaðgerðir, en hjá Dea Medica verða gerðar brjóstaminnkunaraðgerðir.

Við fögnum því að þessi langtímasamningur sé kominn á, þar sem hann tryggir samfellu í þjónustu við sjúklinga og varanlega greiðsluþátttöku til framtíðar.