Athugið að sjúklingur greiðir fyrir aðgerðir miðað við stöðu sína hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) og hámarkið þar er fyrir almenning 31.150 kr., lægra fyrir örykjar og börn.
Athygli er vakin á því að greiða þarf allan kostnað áður en farið er inn í aðgerð.
Við bendum einnig á að hægt er að greiða gegnum Pei (https://pei.is/) og Netgíró (https://netgiro.is/)
Eins og er, er Læknastöðin ekki aðili að liðskiptasamningi Sjúkratrygginga Íslands, sem vinnur á biðlistum þar sem lágmarksbiðtími er níu mánuðir og allt upp í tvö ár. Við erum því ekki bundin þeim biðlista og komast sjúklingar fljótt að hjá okkur. SÍ tekur ekki þátt í kostnaði við aðgerðirnar.
Greiðsla fyrir liðskiptaaðgerð þarf að hafa borist tveimur vikum fyrir aðgerðardag.
Reikningsupplýsingar: 0101-26-8, kt.590897-2649. Vinsamlegast setjið kennitölu sjúklings í skýringu.