Brjósklos í mjóbaki

Upplýsingar um brjósklos í mjóbaki

Móttaka sjúklinga er innan þess samnings sem er við Sjúkratryggingar Íslands og greiða sjúklingar því bara skv. stöðu sinni hjá Sjúkratryggingum, eins og til annarra sérfræðilækna. Aðgerðirnar eru því miður ekki á samning.

Brjósklos í mjóbaki - UPPLÝSINGABÆKLINGUR

 

Velkomin(n) í aðgerð

Þessi upplýsingabæklingur útskýrir ferli aðgerðar á brjósklosi í mjóbaki. Við viljum gefa þér tækifæri

til að undirbúa þig á sem bestan hátt. Það er eðlilegt að finna fyrir kvíða fyrir aðgerð, en hægt er að

minnka hann og flýta fyrir bata ef þú ert vel upplýst/ur um aðgerðina. Þér er velkomið að hafa

samband ef spurningar vakna fyrir aðgerð.

Brjósklos í mjóbaki

Það kallast brjósklos þegar hluti liðþófakjarna á milli tveggja hryggjaliða losnar og færist til. Einkenni

brjósklos verður þegar þrýstingur frá rofnum liðþófakjarna veldur þrýstingi á taugar sem ganga út frá

mænu (Gæðahandbók LSH, 2021).

Aðgerðin

Í aðgerðinni er notuð smásjá til að fjarlægja liðþófakjarnann sem þrýstir á taugar.

Meðan á aðgerð stendur ertu í fullri svæfingu. Starfsfólk sem svæfir þig verður með þér alla

svæfinguna og tryggir að þú sofir djúpt og finnur ekki fyrir sársauka. Settur verður upp æðaleggur í

handlegg, þar sem þér er gefið verkjalyf og svæfingalyf. Þú verður settur í hjartarsírita svo hægt sé að

fylgjast með hjartslætti þínum. Blóðþrýstingsmælir er settur á upphandlegg og klemma á fingur sem

er súrefnismettunarmælir.

 

Aðgerðin fer fram á meðan þú liggur á maganum. Um það bil 2-4 cm skurður er gerður neðst á

mjóbaki. Til þess að komast að sjálfum liðþófakjarnanum þarf stundum að fjarlægja lítinn hluta af

aftari beinboga hryggjaliðarsins. Klemmdu tauginni er haldið varlega til hliðar og liðþófakjarninn

fjarlægður. Eftir það er sárinu lokað.

 

Fyrir aðgerð

Sturta

Nauðsynlegt er að fara í sturtu kvöldið fyrir aðgerð og fyrir komu í Orkuhúsið. Klæðast þarf hreinum

fötum eftir sturtuna og ekki má nota svitalyktareyði, krem, andlitsfarða, ilmefni, naglalakk eða

skartgripi.

Reykingar og áfengi

Bæði reykingar og áfengi auka verulega hættuna á fylgikvillum í tengslum við skurðaðgerð. Þú ættir

að reyna reykbindindi að minnsta kosti sex vikum fyrir aðgerð og halda því í sex vikur eftir aðgerð.

Einnig er æskilegt að forðast áfengi fjórar vikur fyrir aðgerð.

Samtal við svæfingalækni fyrir aðgerð

Svæfingalæknir mun hringja í þig fyrir aðgerð og ræða við þig um undirbúning. Ef þú hefur verið

svæfð/ur áður og upp hafa komið einhver vandamál, til dæmis miklir verkir, ógleði eða uppköst, er

mikilvægt að segja frá því.

Lyf

Hætta þarf töku sumra lyfja fyrir aðgerð. Þetta á sérstaklega við um lyf sem hafa blóðþynnandi áhrif.

Læknir mun láta þig vita hvaða lyf þú átt að hætta að nota og hversu mörgum dögum fyrir aðgerð.

Mikilvægt fyrir aðgerð

Ef þú finnur fyrir einhverjum af eftirfarandi einkennum fyrir aðgerð gæti þurft að fresta aðgerðinni.

Við biðjum þig um að hafa strax samband við okkur í síma 520-0140.

• Einkenni sem geta bent til veikinda eða kvefs; hálsbólga, hósti, nefrennsli, öndunarerfiðleikar,

ógleði, bragð- og lyktarleysi, vöðva- og liðverkir, hiti eða höfuðverkur.

• Breytt heilsufar og/eða breytingar á lyfjameðferð.

• Sár hvar sem er á líkamanum

 

Sár á húð getur valdið auknu magni baktería á líkamanum og þannig aukið hættu á sýkingu í tengslum

við aðgerðina. Til að ákveða hvort fresta þurfi aðgerð þarf læknir eða hjúkrunarfræðingur að skoða

sárið. Hafðu því samband við okkur ef þú færð sár svo hægt sé að gera ráðstafanir tímanlega fyrir

fyrirhugaða aðgerð. Ákvörðun um að fresta aðgerð gæti annars þurft að taka á aðgerðardegi.

 

Undirbúningur heima

Fyrir aðgerð er gott að gera ráðstafanir varðandi heimferð og heimkomu og fyrstu dagana heima við.

Gera þarf ráð fyrir að fá fylgd heim, því ekki má aka bíl fyrr en daginn eftir svæfingu.

Fastandi fyrir aðgerð

Það að fasta þýðir að hætta neyslu á mat og drykk. Í tengslum við innritun færð þú nákvæm fyrirmæli

varðandi föstu.

• Ekki má borða fasta fæðu síðustu 6 klukkustundir fyrir aðgerð

• Ekki má reykja, nota neftóbak, tyggja tyggjó eða borða hálstöflur eftir klukkan 24:00 kvöldið

fyrir aðgerð

• Dreypa má á tærum vökva allt 2 klst fyrir aðgerð. Tær vökvi er vatn, agnarlausir ávaxtasafar, te

og kaffi án mjólkur.

Föst fæða

Ef þú ert að fara í aðgerð næsta morgun er mælt með kvöldmáltíð, aukabita, áður en farið er að sofa

og fasta frá miðnætti. Löng fasta hefur neikvæð áhrif á líkamann og fólki líður yfirleitt betur ef

þessum ráðum er fylgt.

Hafa meðferðis fyrir aðgerð

Taktu með þér þægileg og víð föt sem auðvelt er að klæða sig í. Komdu með stöðuga skó til að nota.

Farsímar eru leyfðir, en mikilvægt er að sýna öðrum tillitssemi á vöknun. Skildu verðmæti og peninga

eftir heima en hafðu í huga að þú gætir þurft að kaupa lyf á leiðinni heim.

 

Á skurðstofunni

Aðgerðardagur

• Fyrir aðgerð ert þú færður í sjúkrahúsföt og aðgerðarsvæði merkt.

• Ekki taka nein lyf fyrir aðgerð nema skv. fyrirmælum.

Eftir aðgerð ferð þú á vöknun. Reglulega verður gert verkjamat og verkir meðhöndlaðir eins og kostur

er. Um leið og þú treystir þér til er gott að byrja að hreyfa sig (setjast upp, klæða sig o.s.fr). Það

minnkar líkur á fylgikvillum líkt og blóðtappa.

 

Heimferð

Sjúklingar sem gangast undir aðgerð hjá Læknastöðinni geta farið heim samdægurs.

Lyf

Rafræn lyfseðilsskyld verkjalyf eru skrifuð af lækninum og hægt að sækja í hvaða apótek sem er. Þú

berð ábyrgð á að sækja þau sjálf/ur. Ef þú getur ekki sótt lyfin eftir aðgerð geturðu veitt umboð fyrir

aðstandanda sem getur þá sótt þau fyrir þig. Það er gert í gegnum heilsuvera.is.

Verkir

Viðbúið er að vera með verki á skurðsvæði. Vöðvar á skurðsvæði eru yfirleitt stirðir fyrst eftir aðgerð

og því er ráðlagt að reyna að slaka á bakinu frekar en að spenna sig upp því það eykur sársaukann.

Dofi sem var fyrir aðgerð til dæmis í fæti, getur tekið einhvern tíma að hverfa og í sumum tilfellum

hverfur hann ekki.

Ef verkir eru viðvarandi er æskilegt að taka verkjalyf reglulega yfir daginn, á 6–8 klst. fresti. Smám

saman er síðan dregið úr töku lyfjanna með því að minnka skammta eða taka lyfin sjaldnar. Æskilegt

er að taka lyfin með glasi af vatni eða máltíð. Hægt er að nota kalda bakstra á skurðsvæði til að draga

úr verkjum fyrstu 1-2 vikurnar eftir aðgerð. Á þeim tíma er ekki mælt með að nota heita bakstra þar

sem þeir geta valdið aukinni bólgu. Kalda baksturinn má ekki hafa lengur en 20 mínútur í senn

(Gæðahandbók LSH, 2021).

Skurðsár

Skurðsárinu er lokað með saumum sem eyðast. Yfir skurðsárið er sett húðlím (dermabond) sem

styður við skurðinn.

Óhætt er að fara í sturtu 2 sólarhringum eftir aðgerð. Ekki er ráðlagt að fara í bað, sund eða heitan

pott fyrstu þrjár vikurnar eftir aðgerð.

Hreyfing

Hæfileg hreyfing er mikilvæg eftir aðgerð til að flýta fyrir bata. Fylgja þarf ráðleggingum sjúkraþjálfara

um hreyfingu.

Mikilvæg ráð varðandi hreyfingu:

Þegar þú snýrð þér í rúmi beygir þú hnén og veltir þér upp á hlið

Gott er að hafa kodda undir hnésbótum þegar legið er á bakinu og milli fótanna ef legið er á

hlið

Þegar farið er úr rúmi þarf að leggjast á hliðina og ýta sér svo upp í sitjandi stöðu

Gæta þess að hafa bakið beint þegar setið er

Ekki lyfta þungu eða rembast fyrstu 4-6 vikurnar (eða samkvæmt fyrirmælum læknis)

(Gæðahandbók LSH, 2021)

 

Hugsanlegir fylgikvillar

Sérhver aðgerð hefur í för með sér hættu á fylgikvillum. Fylgikvillar eru sem betur fer sjaldgæfir en

geta komið fram þó við gerum allt til að forðast þá.

Blæðing í skurðsári

Lítil hætta er á blæðingu í skurðsárinu á fyrsta sólarhring eftir aðgerð.

Taugaskemmdir

Hætta er á mænuskemmdum í um það bil 1% tilfella. Það ætti ekki að hafa áhrif á árangur

aðgerðarinnar en getur seinkað endurhæfingu um 1-2 daga.

Mænuvökvaleki

< 1% hætta er á mænuvökvaleka. Þá er best að liggja flatur í 24 klst til að forðast höfuðverk.

Aðrir fylgikvillar

Lítil hætta er á bólgu í liðþófakjarnanum sjálfum. Örsjaldan getur komið fram skert starfsemi í

fótleggjum vegna mænuskemmdar. Einnig er hætta á þvagteppu eftir aðgerð.

Melting

Hægðatregða getur orðið vandamál og stafar af því að þú hreyfir þig minna og notar verkjalyf. Það er

því mikilvægt að drekka nóg og borða trefjaríkan mat. Ef nauðsyn krefur fást hægðalyf í lausasölu í

apótekum.

Sýking

Leita þarf tafarlaust til læknis ef eftirfarandi einkenni koma fram fyrstu tvær vikurnar eftir aðgerð:

• Hiti er hærri en 38,5°C

• Verkir eru viðvarandi og minnka ekki við verkjalyf

• Blæðir eða vessar úr skurðsári

• Roði, bólga eða gröftur er í kringum skurðsár

• Vandamál er með þvaglát

• Stöðug ógleði eða uppköst

Í bráðatilvikum er ráðlagt að leita á bráðamóttöku eða hringja í 112.

 

Heimildir

Gæðahandbók LSH. (2021). Skurðaðgerð vegna brjóskloss í mjóbaki. Sótt 20 júní 2024 af

https://traveler.lsh.is/focal/gaedahandbaekur/gnhskurda.nsf/0/94536A692F63ACBC002578

7600530EDE

Aarhus University Hospital. (2024). Lumbar disc herniation: Operation and hospitalization. Sótt 20

júní 2024 af www.diskus-laend.auh.dk