Tímabókanir

 

Tilvísun þarf til að bóka tíma í nýkomu

Til að fá tíma hjá bæklunarlækni hjá okkur þarf tilvísun frá heimilislækni, öðrum læknum eða sjúkraþjálfara. Tekið er á móti tilvísunum rafrænt og á pappírsformi. Í framhaldinu verða ritarar í sambandi við skjólstæðing varðandi tímabókun. Athugið að börn þurfa hins vegar tilvísun frá heimilislækni til að fá niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands.

Til að veita sem besta þjónustu er mikilvægt að rannsóknir og/eða myndgreining hafi átt sér stað á vegum heilsugæslunnar, áður en til viðtals kemur.

Almennt gilda tilvísanir í eitt ár frá útgáfu þeirra, nema annað sé tekið sérstaklega fram.