Læknastöðin sinnir miklum fjölda fólks með stoðkerfisvandamál alls staðar af á landinu. Á skurðstofum félagsins eru gerðar um 5000 aðgerðir á ári. Þetta eru einkum ýmsar liðspeglunaraðgerðir, krossbandsaðgerðir, handa- og fótaaðgerðir. Allt eru þetta dagaðgerðir þar sem sjúklingar fara fljótlega heim að lokinni aðgerð. Móttökustarfsemi Læknastöðvarinnar er umfangsmikil og til okkar leita um 20.000 einstaklingar á ári.