Orkuhúsið í Læknablaðinu

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins birtist ítarleg og afar áhugaverð grein um Orkuhúsið þar sem fjallað er um þverfaglega þjónustu við stoðkerfisvandamálum.

Í greininni lýsir Haukur Björnsson, bæklunarskurðlæknir hjá Læknastöðinni, hvernig Orkuhúsið hefur vaxið og þróast í leiðandi miðstöð fyrir greiningu, meðferð og endurhæfingu við stoðkerfiskvillum. Einnig er fjallað um sögu Orkuhússins, fjölbreytta starfsemi og metnaðarfull framtíðaráform.

Greinin undirstrikar mikilvægi samvinnu þriggja öflugra starfseininga og sýnir vel þá fagmennsku og þjónustu sem Orkuhúsið stendur fyrir.

Hér má lesa greinina