„Verið er að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu"

Sjúklingar þurfa að reiða fram rúma milljón króna til að komast í bakaðgerð hjá einkaaðilum segir Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu. Hún segir biðlistann til að komast í slíkar aðgerðir hjá Landspítalanum vera mjög langan og þess vegna hafi Læknastöðin meðal annars farið af stað að bjóða upp á bakaðgerðir. Hún segir hins vegar ekki alla geta reitt fram 1200 þúsund krónur til að komast í slíkar aðgerðir með stuttum fyrirvara. Þá verði augljóslega stéttaskipting í þjóðfélaginu.

Í júní voru forsvarsmenn Læknastöðvarinnar boðaðir á fund með Sjúkratryggingum Íslands en ekkert hefur gerst síðan þá. Á meðan greiða sjúklingar fullt verð eða bíða á biðlista hjá Landspítalanum.

Hulda Brá Magnadóttir, heila- og taugaskurðlæknir, starfar í Bandaríkjunum en kemur til Íslands inn á milli til að framkvæma þessar aðgerðir í Orkuhúsinu. Hún segir marga sem ekki komast að á Landspítalanum þjást verulega. 

Sjá frétt á visir.is hér