Fimmta skurðstofan opnuð í haust

Undirbúningur er hafinn á uppsetningu fimmtu skurðstofunnar hér í Orkuhúsinu. Nú eru starfræktar fjórar skurðstofur og mikil þörf á þeirri fimmtu sem sett verður upp á meðan sumarlokun stendur.

Þetta er kærkomin viðbót og bætir þjónustu við sjúklinga og styttir biðtíma eftir aðgerð.