Nú í ágúst kemur nýr bæklunarskurðlæknir til starfa hjá Læknastöðinni Orkuhúsinu sem er með sérhæfingu í ökkla- og fótaskurðlækningum. Hann heitir Baldvin Ingi Gunnarsson og hefur verið við störf hjá Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Svíþjóð frá árinu 2018.
Mikil vöntun hefur verið eftir bæklunarskurðlæknum með þessa sérhæfingu og það verður því afar gott að geta séð biðlistann styttast eftir þeirra þjónustu.