Ný gjaldskrá aukagjalda

Þann 1. desember tekur við ný gjaldskrá fyrir aukagjöld sem greiða þarf fyrir þjónustu Læknastöðvarinnar, sem Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) taka ekki þátt í.

Við hörmum að þurfa að grípa til þessara aðgerða, en sérgreinalæknar hafa verið án samnings við SÍ í
fjögur ár og gjaldskrá samkvæmt fyrri samningum hefur ekki hækkað í 3 ár.

Við höfum því beðið lengi og sýnt samningaviðræðum og nýjum heilbrigðisráðherra mikla þolinmæði,
en getum ekki annað en brugðist við núna.

Áður höfðu hófleg aukagjöld verið sett á komur og aðgerðir, en til að standa straum af
rekstrarkostnaði höfum við þurft að greina og hækka þau gjöld í samræmi við vísitöluþróun síðustu
ára.

Við vonum að samningaviðræður á milli Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur fari að
skila árangri fljótlega. Einnig vonum við að SÍ og heilbrigðisráðherra sýni viðskiptavinum/sjúklingum
skilning og taki þátt í endurgreiðslu þess aukakostnaðar sem þeir þurfa að leggja út fyrir.
Ráðherra var upplýstur um þessar aðgerðir fyrir þremur mánuðum síðan.

Hér má finna nýja gjaldskrá fyrir aukagjöld.