Fyrsta brjósklosaðgerðin í Orkuhúsinu

Þriðjudaginn 18. júní var fyrsta brjósklosaðgerðin með smjásjá framkvæmd hjá okkur í Orkuhúsinu. Þetta er í fyrsta skipti sem slík aðgerð er framkvæmd utan spítala á Íslandi. Aðgerðin gekk ljómandi vel og sjúklingurinn fékk, eins og allir okkar sjúklingar, frábæra umönnun hjá starfsfólki okkar á vöknun og fór heim samdægurs. Aðgerðina framkæmdi Hulda Brá Magnadóttir, heila- og taugaskurðlæknir og Hulda Rósa Þórarinsdóttir svæfingalæknir sá um svæfingahluta þessarar fyrstu aðgerðar. Þær tvær eru á meðfylgjandi mynd ásamt teyminu sem stóð aðgerðina, hjúkrunarfræðingunum Bryndísi Bjarnadóttur, Sólrúnu Áslaugu Gylfadóttur og Bertu Björk Arnardóttur (vantar á mynd).

Guðrún Guðmundsdóttir, heila- og taugaskurðlæknir, tekur á móti sínum fyrstu sjúklingum með hryggjarvandamál hjá Orkuhúsinu í næstu viku.

Móttaka sjúklinga er innan þess samnings sem er við Sjúkratryggingar Íslands og greiðia sjúklingar því bara skv. stöðu sinni hjá Sjúkratryggingum, eins og til annarra sérfræðilækna. Aðgerðirnar eru því miður ekki á samning og Sjúkratryggingar hafa enn ekki boðað til samningaviðræðna um það mikilvæga réttlætismál.