Framkvæmdastjóri Orkuhússins ræðir um heilbrigðismál í samtalsþætti SVÞ

Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuhússins, ræddi um heilbrigðismál við Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra og oddvita Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, um heilbrigðismál í síðasta samtalsþætti Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) fyrir kosningar. 

Í þættinum er meðal annars rætt um hlutverk einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustunni, rafræna heilbrigðisþjónustu á borð við fjarlækningar, biðlista í heilbrigðiskerfinu og annmarka við innkaup hins opinbera á heilbrigðisþjónustu.

Hér má sjá viðtalið í heild sinni.