Nýr bæklunarskurðlæknir hjá Læknastöðinni

Kristbjörg Sigurðardóttir
Kristbjörg Sigurðardóttir

Okkur á Læknastöðinni í Orkuhúsinu hefur borist góður liðstyrkur.

Kristbjörg Sigurðardóttir, bæklunarskurðlæknir sem sérhæfir sig í meðhöndlun á fótavandamálum kom til okkar í mars og mun vera við störf fram í miðjan júní. Hún er starfandi bæklunarskurðlæknir í Svíþjóð.

Við erum mjög ánægð að segja frá því að Kristbjörg mun koma og starfa hjá okkur hluta úr ári hér eftir og fáum við að njóta góðs af sérþekkingu hennar áfram þegar hún heimsækir heimahagana.