Í dag var skrifað undir nýjan samning sérgreinalækna við Sjúkratryggingar, eftir að búið var að vera samningslaust í fjögur og hálft ár. Skrifað er undir samninginn með fyrirvara um samþykki félagsmanna, en hann á að taka gildi frá 1. september 2023.
Frá 1. júlí næstkomandi mun heilbrigðisráðherra hækka einingaverð lækna og í ljósi þess viljum við á Læknastöðinni Orkuhúsinu koma til móts við okkar viðskiptavini og hættum allri aukagjaldtöku frá og með morgundeginum 28. júní. Við fögnum því að þessum tímamótum hafi verið náð, enda mikið hagsmunamál fyrir allt þjóðfélagið.