Heilbrigðisráðherra framlengir endurgreiðslureglugerð

Þann 28. apríl sl. framlengdi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, aftur reglugerð sem í daglegu
tali er kölluð „endurgreiðslureglugerðin.“

Þar með er viðhaldið ástandi frá 2018 þar sem enn er ekki
búið að gera samning á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna. Sjúklingum er því áfram
tryggð endurgreiðsla hluta kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna.