Sverrir Þór Kiernan lauk læknisfræði við Háskóla Íslands árið 2000 og sérnámi í bæklunarskurðlækningum við Háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð, þar sem hann starfaði sem sérfræðingur 2009–2022. Á þeim tíma sérhæfði hann sig í liðskiptiaðgerðum á mjöðmum og hnjám og lauk jafnframt doktorsnámi (PhD) með rannsóknarverkefni á sviði mjaðmaskipta.
Frá árinu 2022 hefur Sverrir starfað sem yfirlæknir og sérfræðingur á bæklunarsviði HVE Akranesi og sinnir einnig sjúklingum í Orkuhúsinu frá 2023. Klínísk reynsla hans spannar bæði hefðbundnar og flóknari liðskiptiaðgerðir, með áherslu á að ná sem bestum árangri fyrir hvern sjúkling.
Hann hefur jafnframt tekið þátt í þróun nýrrar tækni í bæklunarskurðlækningum og starfar sem konsúlt hjá Ortoma AB í Svíþjóð við þróun á Ortoma Treatment Solution™ (OTS™) – stafrænu þrívíddar sniðmátunar- og leiðsagnarkerfi sem styður skurðlækna í nákvæmri sniðmátun og framkvæmd liðskiptaaðgerða.