Skip to main content

Opnun seinkað til kl.10 vegna óveðurs

Eftir febrúar 6, 2022Fréttir

Ákveðið hefur verið að seinka opnun Læknastöðvarinnar til kl.10:00 mánudaginn 7. febrúar vegna óveðurs. Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi og því er talið ráðlegt að seinka opnun til að bregðast við ákalli um að fólk haldi sig heima á meðan verið er að ryðja götur og veður lægir.

Læknar og starfsfólk munu hafa samband við þá sem áttu að mæta í viðtal eða aðgerð, sem þessi seinkun mun hafa áhrif á.