Skip to main content

Fyrirkomulag greiðsluþátttöku ríkisins óbreytt í júní

Eftir júní 3, 2021Fréttir

Heilbrigðisráðherra hefur enn einu sinni ákveðið að framlengja um einn mánuð reglugerð 1255/2018 um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Staðan er því óbreytt út júní.

Við bindum enn vonir við að boðaðar breytingar á íþyngjandi greiðsluþátttöku sjúklinga verði ekki raunin eftir þann tíma. Þátttaka Sjúkratrygginga Íslands í reikningum verður því áfram rafræn og sjálfkrafa við greiðslu þjónustunnar í júní.