Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Opnun seinkað til kl.10 vegna óveðurs

Eftir Fréttir

Ákveðið hefur verið að seinka opnun Læknastöðvarinnar til kl.10:00 mánudaginn 7. febrúar vegna óveðurs. Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi og því er talið ráðlegt að seinka opnun til að bregðast við ákalli um að fólk haldi sig heima á meðan verið er að ryðja götur og veður lægir.

Læknar og starfsfólk munu hafa samband við þá sem áttu að mæta í viðtal eða aðgerð, sem þessi seinkun mun hafa áhrif á.

Fyrirkomulag greiðsluþátttöku ríkisins óbreytt í júní

Eftir Fréttir

Heilbrigðisráðherra hefur enn einu sinni ákveðið að framlengja um einn mánuð reglugerð 1255/2018 um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Staðan er því óbreytt út júní.

Við bindum enn vonir við að boðaðar breytingar á íþyngjandi greiðsluþátttöku sjúklinga verði ekki raunin eftir þann tíma. Þátttaka Sjúkratrygginga Íslands í reikningum verður því áfram rafræn og sjálfkrafa við greiðslu þjónustunnar í júní.

Greiðsluþátttaka sjúklinga áfram óbreytt

Eftir Fréttir

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja um einn mánuð reglugerð 1255/2018 um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.

Þar með frestast eða falla vonandi niður áður boðaðar breytingar á íþyngjandi greiðsluþátttöku sjúklinga, a.m.k. í maí. Þátttaka Sjúkratrygginga Íslands í reikningum verður því áfram rafræn og sjálfkrafa við greiðslu þjónustunnar.

 

 

Breyting á greiðslutilhögun – sjúkratryggingarréttur sóttur beint til SÍ

Eftir Fréttir

Frá og með 1. maí á að taka  gildi reglugerðarbreyting heilbrigðisráðherra, sem veldur því að viðskiptavinir sérgreinalækna þurfa sjálfir að leggja út fyrir fullri greiðslu kostnaðar við viðtal, meðferð og/eða aðgerð. Sjúkratryggingarrétt sinn og endurgreiðslu þurfa viðskiptavinir því að sækja til Sjúkratrygginga Íslands.

Við hörmum mjög þessa reglugerðabreytingu ef til hennar kemur þar sem ljóst er að útlagður kostnaður einstaklinga mun hækka umtalsvert vegna þessa. Við höfum þá því miður ekki lengur heimild til að auðvelda viðskiptavinum endurgreiðslu með því að framkvæma þær rafrænt á staðnum eins og verið hefur.

Við munum hins vegar reyna að gera það sem í okkar valdi stendur til að auðvelda okkar viðskiptavinum að sækja sína endurgreiðslu.

Þangað til hvetjum við þá sjúklinga sem eiga bókaðan tíma hjá okkur á næstunni til að fylgjast vel með heimasíðunni okkar en við munum uppfæra hana reglulega, með nýjustu upplýsingum.

Nýir starfsmenn

Nokkrir hafa bæst í hópinn hjá okkur

Eftir Fréttir

Síðasta hálfa árið hafa nokkrir bæst í hópinn hjá okkur. Í ágúst síðastliðinn hófu Anný Mjöll Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og Sólrún Áslaug Gylfadóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, störf hjá okkur. Bjarki Kristinsson, svæfingarlæknir kom svo til starfa í nóvember og Gunnhildur Ösp Kjærnested í desember. Við bjóðum þau öll velkomin til starfa.

Óvissa um þessar mundir vegna Covid-19

Eftir Fréttir

Mikil óvissa ríkir um þessar mundir vegna Covid-19. Við berum öll mikla ábyrgð og mikilvægt er að allir leggist á eitt við að halda þau fjarlægðarmörk á milli einstaklinga sem ætlast er til, tvo metra. Læknar nota grímur í móttöku viðskiptavina okkar og hanska eftir þörfum, þar sem starfsemi krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tvo metra. Sértu í sóttkví, í hættu á Covid-19 smiti, með flensueinkenni eða kvefaður, þarf ávallt að fresta bókuðum tíma. Ef erindið þolir ekki bið eða ef þú ert óviss eða þarft aðstoð er rétt að hafa samband við okkur í síma 520-0100 eða á laeknastodin@orkuhusid.is

Full starfsemi á nýjum stað í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi

Eftir Fréttir

Við á Læknastöðinni  hófum fulla starfsemi á nýjum stað í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi mánudaginn 4.maí 2020. Við erum ánægð með að geta tekið á móti viðskiptavinum okkar í frábærri aðstöðu í glæsilegri nýbyggingu. Nóg er af bílastæðum, en gott er að benda þeim viðskiptavinum okkar á sem eru að koma hingað í fyrsta skipti að gefa sér smá stund fyrir bókaðan tíma til að finna okkur. Læknastöðin er á 6. hæð í A stigagangi.