Skip to main content

Breyting á greiðslutilhögun – sjúkratryggingarréttur sóttur beint til SÍ

Eftir apríl 29, 2021Fréttir

Frá og með 1. maí á að taka  gildi reglugerðarbreyting heilbrigðisráðherra, sem veldur því að viðskiptavinir sérgreinalækna þurfa sjálfir að leggja út fyrir fullri greiðslu kostnaðar við viðtal, meðferð og/eða aðgerð. Sjúkratryggingarrétt sinn og endurgreiðslu þurfa viðskiptavinir því að sækja til Sjúkratrygginga Íslands.

Við hörmum mjög þessa reglugerðabreytingu ef til hennar kemur þar sem ljóst er að útlagður kostnaður einstaklinga mun hækka umtalsvert vegna þessa. Við höfum þá því miður ekki lengur heimild til að auðvelda viðskiptavinum endurgreiðslu með því að framkvæma þær rafrænt á staðnum eins og verið hefur.

Við munum hins vegar reyna að gera það sem í okkar valdi stendur til að auðvelda okkar viðskiptavinum að sækja sína endurgreiðslu.

Þangað til hvetjum við þá sjúklinga sem eiga bókaðan tíma hjá okkur á næstunni til að fylgjast vel með heimasíðunni okkar en við munum uppfæra hana reglulega, með nýjustu upplýsingum.