Skip to main content
All Posts By

a8

Nýir starfsmenn

Nokkrir hafa bæst í hópinn hjá okkur

Eftir Fréttir

Síðasta hálfa árið hafa nokkrir bæst í hópinn hjá okkur. Í ágúst síðastliðinn hófu Anný Mjöll Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og Sólrún Áslaug Gylfadóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, störf hjá okkur. Bjarki Kristinsson, svæfingarlæknir kom svo til starfa í nóvember og Gunnhildur Ösp Kjærnested í desember. Við bjóðum þau öll velkomin til starfa.

Óvissa um þessar mundir vegna Covid-19

Eftir Fréttir

Mikil óvissa ríkir um þessar mundir vegna Covid-19. Við berum öll mikla ábyrgð og mikilvægt er að allir leggist á eitt við að halda þau fjarlægðarmörk á milli einstaklinga sem ætlast er til, tvo metra. Læknar nota grímur í móttöku viðskiptavina okkar og hanska eftir þörfum, þar sem starfsemi krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tvo metra. Sértu í sóttkví, í hættu á Covid-19 smiti, með flensueinkenni eða kvefaður, þarf ávallt að fresta bókuðum tíma. Ef erindið þolir ekki bið eða ef þú ert óviss eða þarft aðstoð er rétt að hafa samband við okkur í síma 520-0100 eða á laeknastodin@orkuhusid.is

Full starfsemi á nýjum stað í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi

Eftir Fréttir

Við á Læknastöðinni  hófum fulla starfsemi á nýjum stað í Urðarhvarfi 8 í Kópavogi mánudaginn 4.maí 2020. Við erum ánægð með að geta tekið á móti viðskiptavinum okkar í frábærri aðstöðu í glæsilegri nýbyggingu. Nóg er af bílastæðum, en gott er að benda þeim viðskiptavinum okkar á sem eru að koma hingað í fyrsta skipti að gefa sér smá stund fyrir bókaðan tíma til að finna okkur. Læknastöðin er á 6. hæð í A stigagangi.